Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grindvíkingar með gangvirka þjónustu
Þriðjudagur 11. mars 2014 kl. 10:48

Grindvíkingar með gangvirka þjónustu

„Bæjarbúar komnir í beint samband við bæinn sinn“

Grindavíkurbær hefur opnað Íbúagátt, gagnvirka þjónustu við bæjarbúa á heimasíðu bæjarins. Með opnun Íbúagáttarinnar er tekið stórt skref í rafrænni, gagnvirkri þjónustu við bæjarbúa.

Á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir Róbert Ragnarsson bæjarstjóri að með tilkomu íbúagáttarinnar hafi Grindavíkurbær stigið enn eitt skref í átt að markmiðum sínum um skilvirka og ábyrga stjórnsýslu. „Segja má að með íbúagáttinni séu bæjarbúar komnir í beint samband við bæinn sinn því nú geta þeir með rafrænum hætti sótt um þjónustu til sveitarfélagsins, sent inn formleg erindi, fylgst með framgangi sinna mála, komið ábendingum á framfæri og ýmislegt fleira. Greiðslustöðu gagnvart Grindavíkurbæ er hægt að skoða í gegnum Bæjardyr á forsíðu bæjarins,“ segir Róbert en hann hvetur jafnframt íbúa til þess að nýta sér þessa nýjung í þjónustu og koma ábendingum sem betur má fara á framfæri og þannig aðstoða við að gera þjónustuna enn gagnlegri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sem dæmi fara allar leikskólaumsóknir núna í gegnum Íbúagáttina, umsóknir í Vinnuskólann í sumar, hægt er að senda inn formleg erindi, fylgjast með málum sem send hafa verið inn til bæjarins o.fl.