Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar lækka útsvarið í 13,99%
Fimmtudagur 28. nóvember 2013 kl. 09:45

Grindvíkingar lækka útsvarið í 13,99%

Bæjarstjórn hefur samþykkt að álagningarhlutfall útsvars árið 2014 verði lækkað úr 14,28% í 13,99%. Bæjarstjórn einnig hefur samþykkt gjaldskrá bæjarins á næsta ári. Gjaldskrárhækkunum er stillt í hóf.

Tímagjald leikskóla verður óbreytt frá árinu 2013, en heildarkostnaður vegna leikskóladvalar hækkar um 1% milli ára vegna hækkunar á matarkostnaði. Niðurgreiðslur til foreldra vegna dagforeldraþjónustu hækka þann 1. janúar um 10.000 kr á mánuði.

Lækkun útsvars úr 14,28% í 13,99% mun vega hækkun á gjaldskrám upp að fullu hjá meðalfjölskyldu. Telur bæjarráð að Grindavíkurbær hafi þannig lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að auka kaupmátt án þess að verðbólga aukist. Lækkun útsvars nær til allra launþega en ekki aðeins þeirra sem nýta sér þjónustu Grindavíkurbæjar.
 
Bæjarstjórn hefur samþykkt álagningarreglur fasteignagjalda 2014 en þær verða óbreyttar frá árinu 2013, að því undanskildu að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hækki í 0,36% til að vega upp lækkun fasteignamats.

Þá var samþykkt tillaga hafnarstjórnar að almennt hækka gjaldskrá hafnarinnar um 3% í samræmi við verðlagsbreytingar, en aflagjöld verða óbreytt.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024