Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grindvíkingar kjósa forseta í Reykjanesbæ
Kosið verður um eftirmann Guðna Th. Jóhannessonar sem gefur ekki kost á sér í embætti forseta.
Fimmtudagur 16. maí 2024 kl. 06:10

Grindvíkingar kjósa forseta í Reykjanesbæ

Grindvíkingar munu kjósa í Reykjanesbæ í forsetakosningunum laugardaginn 1. júní næstkomandi. Að þessu sinni er kosið að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ (húsi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum á Ásbrú). Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 21:00. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað.

Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofa Grindavíkurbæjar (Tollhúsinu), frá mánudeginum 13. maí fram að kjördegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs fer fram á skrifstofum sýslumanna, um land allt. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum 1. hæð.