Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar höfðu betur í Útsvari
Föstudagur 9. september 2011 kl. 22:54

Grindvíkingar höfðu betur í Útsvari

Lið Grindavíkurbæjar vann sigur í nágrannaslagnum gegn liði Reykjanesbæjar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna, í Sjónvarpinu í kvöld. Grindvíkingar voru heitir í kvöld og augjóst að þeir koma vel undan sumri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík hafði yfirhöndina allan tíma þar til í næstsíðustu spurningunni þegar Reykjanesbær komst einu stigi yfir. Grindvíkingar svöruðu síðustu spurninginni rétt og hafði sigur, 67:58.

Nokkuð hefur borið á breytingum í þættinum og mætti segja að hann sé orðinn örlítið þungri hvað spurningar varðar, enn er þó stutt í glensið og skemmtanagildið er með besta móti. Reykjanesbær gæti enn átt möguleika á því að komast í aðra umferð en það taplið sem fær flest stig fer áfram í næstu umferð.

Mynd Rúv: Lið Grindavíkur í kvöld.