Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 16. maí 2000 kl. 13:53

Grindvíkingar hefja leikinn í Landssímadeildinni

Grindvíkingar og Stjarnan hefja leikinn í Landssímadeildinni þetta sumarið, en liðin mætast á Stjörnuvellinum í Garðabæ í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20:00. Skv. spá þjálfara og fyrirliða Landssímadeildarinnar, sem kynnt var í gær hafna Grindvíkingar í 5. sæti í deildinni í sumar, enda hefur þeim gengið vel í deildarbikarnum og undirbúningsleikjum í vor. Þeir hafa verið að vinna stóra sigra og ættu varla að eiga í erfiðleikum með Stjörnumenn í kvöld, en Stjarnan hafnar í tíunda og neðsta sæti skv. spánni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024