Grindvíkingar geti spurt milliliðalaust
UPPFÆRT:
Í ljósi þess hörmulega slyss sem átti sér stað í Grindavík í dag, hefur verið tekin ákvörðun um að fresta íbúafundinum sem var á dagskrá á morgun fram í næstu viku.
Nákvæm tímasetning verður auglýst síðar.
Íbúafundur fyrir Grindvíkinga verður haldinn á fimmtudag, 11. janúar kl 17.00 í Laugardalshöll, gengið inn um aðalinngang. Fundinum verður streymt á vef Grindavíkur og samfélagsmiðlum. Markmiðið með fundinum er að íbúar fái tækifæri til að heyra frá fulltrúum helstu aðila sem koma að málum vegna jarðhræringanna og geti spurt spurninga milliliðalaust.
Eftirfarandi aðilar halda erindi á fundinum.
- Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá verkfræðistofunni Verkís.
- Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár frá Veðurstofu Íslands.
- Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra.
- Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
- Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
- Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá Almannavörnum.
Fundastjóri: Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.