Grindvíkingar ganga illa um losunarsvæði
Skipulags- og umhverfisnefndar Grindavíkur segir umgengni um jarðvegslosunarsvæði bæjarins svo slæma að lagt er til að aðgengi að svæðinu verði lokað. Þess í stað þess verði nýr losunarstaður fyrir jarðvegsúrgang almennings við hlið gámastöðvar Kölku.
Nefndin er sammála því að loka núverandi jarðvegstipp bæjarins fyrir almenningi og leggur áherslu á að nýr losunarstaður verði vaktaður við gámaplan Kölku við Nesveg.