Grindvíkingar fá ekki undanþágu ráðuneytis
	Umsókn Grindavíkurbæjar um undanþágu frá ákvæðum um lágmarksíbúafjölda á þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks hefði verið synjað. Bæjarstjóri greindi bæjarráði Grindavíkurbæjar frá þessu þar sem tekin var til umfjöllunar tillaga um stefnumótun á þjónustusvæði Suðurnesja um málefni fatlaðs fólks.
	
	Í svari ráðuneytisins kemur fram að til skoðunar er að gera breytingar á ákvæðinu í lögum. Endurmati á yfirfærslu verkefnisins frá ríki til sveitarfélaga hefur verið frestað til loka apríl og því lítur ráðuneytið svo á að samningar milli sveitarfélaga um þjónustusvæði séu enn í gildi.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				