Grindvíkingar endurskoða þátttöku sína í MOA
Í bæjarráði Grindavíkur voru umræður í síðustu viku um það hvort eðlilegt geti talist að Grindavíkurbær taki þátt í fjármögnun markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar (MOA).MOA vinnur að atvinnuþróun og verkefnum tengdum atvinnu á öllum Suðurnesjunum samkvæmt samningi við Byggðastofnun og Samband sveitafélaga á Suðurnesjum (SSS) og fær fjármagn til rekstursins frá þessum aðilum.
Einar Njálsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að verkefnalisti fyrir MOA fyrir maí til ágúst hafi borist bæjarráði Grindavíkur og þar hafi komið fram að öll verkefni skrifstofunnar hafi snúið að Reykjanesbæ og því hafi bæjarráð gert þessa bókun sem hljóðar svo: Yfirferð á verkefnalistanum styrkir skoðun bæjarráðs á að þjónusta MOA snúi alfarið að Reykjanesbæ og því sé óraunhæft að önnur sveitafélög taki þátt í kosnaði við reksturinn,
Einar Njálsson segir Ólaf Kjartansson framkvæmdastjóra MOA hafa komið á fund til Grindavíkur og gert grein fyrir vinnu MOA og þar hafi komið fram að verkefnalisti fyrir Grindavík líti öðruvísi út. Einar segir að Ólafur hafi hins vegar ekki lagt fram slíkan lista og hann hafi ekki borist Bæjarstjórn eða bæjarráði Grindavíkur ennþá.
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri MOA segir að á miðvikudaginn kemur verði listi fyrir hin sveitafélögin lagður fyrir markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar. Ólafur tekur fram að MOA skrifstofan vinni að mörgum trúnaðarmálum fyrir skjólstæðinga sína og því sé ekki auðvelt að fjalla um störf skrifstofunnar á opinberum vettvangi.
Einar Njálsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að verkefnalisti fyrir MOA fyrir maí til ágúst hafi borist bæjarráði Grindavíkur og þar hafi komið fram að öll verkefni skrifstofunnar hafi snúið að Reykjanesbæ og því hafi bæjarráð gert þessa bókun sem hljóðar svo: Yfirferð á verkefnalistanum styrkir skoðun bæjarráðs á að þjónusta MOA snúi alfarið að Reykjanesbæ og því sé óraunhæft að önnur sveitafélög taki þátt í kosnaði við reksturinn,
Einar Njálsson segir Ólaf Kjartansson framkvæmdastjóra MOA hafa komið á fund til Grindavíkur og gert grein fyrir vinnu MOA og þar hafi komið fram að verkefnalisti fyrir Grindavík líti öðruvísi út. Einar segir að Ólafur hafi hins vegar ekki lagt fram slíkan lista og hann hafi ekki borist Bæjarstjórn eða bæjarráði Grindavíkur ennþá.
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri MOA segir að á miðvikudaginn kemur verði listi fyrir hin sveitafélögin lagður fyrir markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar. Ólafur tekur fram að MOA skrifstofan vinni að mörgum trúnaðarmálum fyrir skjólstæðinga sína og því sé ekki auðvelt að fjalla um störf skrifstofunnar á opinberum vettvangi.