Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grindvíkingar duglegastir að búa til börn
Þriðjudagur 17. mars 2009 kl. 16:18

Grindvíkingar duglegastir að búa til börn


Grindvíkingar voru duglegastir Suðurnesjamanna að búa til börn á síðasta ári. Garðbúar voru hins vegar slakastir við þá skemmtilegu iðju. Vogabúar höfðu vinninginn árið áður og báru höfuð og herðar yfir nágranna sína í þessum efnum. En það er eitt að komast á toppinn og annað að halda sig þar, eins og gjarnan er sagt í afreksíþróttum öðrum en þeim sem snúa beint að barneignum.  Vogamenn falla úr toppsætinu í barneignadeildinni þetta árið en geta samt státað sig af stórfínum árangri miðað við árið 2006.
Eitthvað hefur fjörið dofnað í svefnherbergjum Garðbúa miðað við tölur Hagstofunnar yfir barneiginir þar í bæ eins og sést á meðfylgjandi töflu úr gögnum Hagstofunnar.

----

Mynd: Það vita allir hvernig börnin verða til, er það ekki?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024