Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindvíkingar boða til mótmæla á Austurvelli
Miðvikudagur 17. apríl 2024 kl. 17:12

Grindvíkingar boða til mótmæla á Austurvelli

Grindvíkingar hafa boðað til samstöðumótmæla á Austurvelli á morgun kl. 17:00. Stofnuð hefur verið síða á Facebook til að kynna viðburðinn. Þar segir:

„Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Engar fréttir af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt.

Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir eru að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað. Enn fleiri munu lenda í þessu ef ekki er settur fullur kraftur í þetta, það þýðir meiri mannskapur og sólarhringsvaktir!

Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar.

MÆTTU á Austurvöll á morgun, fimmtudag kl. 17.00, hvort sem þú átt hagsmuna að gæta eða vilt standa með okkur.“