Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grindvíkingar bjóða upp á nýtt tjaldsvæði í sumar
Þriðjudagur 21. apríl 2009 kl. 08:06

Grindvíkingar bjóða upp á nýtt tjaldsvæði í sumar


Í Grindavík verður boðið upp á nýtt og glæsilegt tjaldsvæði í sumar en stefnt er á að það verði tilbúið um mánaðamótin maí – júní.

Tjaldsvæðið er 13.500 fermetrar en kostnaður við framkvæmdina stendur nú í 73 milljónum króna, samkvæmt því er fram kemur á bæjarmálavef Grindavíkur.  Innifalið í því eru allar framkvæmdir til dagsins í dag ásamt salernishúsi. Við þetta bætist svo kostnaður vegna leiktækja, grillaðstöðu og lokafrágangs.

Þá er þjónustuhús á tjaldsvæðinu í undirbúningi en útboð í grunninn verður auglýst fljótlega. Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið síðar í sumar. Áætlaður kostnaður við húsið er um 45 milljónir króna.

Nýja tjaldsvæðið verður það markaðssett með vorinu í innlendum ferðablöðum, bæklingum og á netinu. Tjaldvæðið er fjögurra stjörnu, eina skilyrðið sem vantar upp á til að uppfylla 5 stjörnu flokkinn er að sólarhrings vakt verður að vera á svæðinu, segir á bæjarmálavef Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024