Grindin byggir bókasafn og tónlistarskóla í Grindavík
Grindin var með lægsta tilboðið í byggingu bókasafns og tónlistarskóla í Grindavík. Tilboð Grindarinnar hljóðaði upp á kr. 254.075.118 eða 75,6% af kostnaðaráætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið og voru öll lægri en kostnaðaráætlun.
Eftirfarandi tilboð bárust (fjárhæðir eftir yfirferð):
1. Grindin ehf. kr. 254.075.118.
2. Hjalti Guðmundsson ehf. kr. 265.580.183.-
3. ÍAV hf. kr. 293.460.139.-
4. HH.Smíði ehf. kr. 330.636.894.-
Kostnaðaráætlun 336.198.560.-
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda og leggja samning fyrir bæjarráð til staðfestingar.