Grindin byggir 2. áfanga íþróttamannvirkja
Grindin ehf. í Grindavík átt lægasta tilboð í annan áfanga í uppbyggingu íþróttamannvirkja en tilboðin voru tekin fyrir í Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar á þriðjudag. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Grindina ehf. og leggja samning fyrir bæjarráð til afgreiðslu. Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
1. Grindin ehf: 596.430.369.-
2. ÍAV hf: 607.583.714.-
3. HH. Smíði ehf: 637.059.631.-
4. JÁ-Verk ehf: 669.215.607.-
5. Kostnaðaráætlun: 630.332.331.-
Lægstbjóðandi var Grindin ehf. en tilboðið hljóðaði upp á kr. 596.430.369.- eða 94,6% af kostnaðaráætlun.