Grindhvalur í Sandgerðishöfn
Grindhvalur synti inn í höfnina í Sandgerði síðdegis í gær. Synti hann fjölmarga hringi í smábátahöfninni og dró að sér fjölmarga áhorfendur.
Víkurfréttum er ekki kunnugt um afdrif dýrsins en meðfylgjandi myndir voru teknar síðdegis í gær.
Video frá vettvangi kemur hér inn á vefinn á eftir.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson