Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindhvalirnir kostuðu rúma milljón króna
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 21. september 2019 kl. 08:10

Grindhvalirnir kostuðu rúma milljón króna

Kostnaður sem fallið hefur á Suðurnesjabæ vegna grindhvalavöðu sem synti upp í fjöru við Útskála í byrjun ágúst er um 1,2 milljónir króna. Um fimmtíu hvalir syntu í strand í fjörunni og hófust þá miklar björgunaraðgerðir.

Um 30 hvölum tókst að bjarga en aðrir drápust eða voru aflífaðir. Björgunarsveitin Ægir í Garði var með mikinn viðbúnað vegna hvalastrandsins og sá m.a. um að sökkva hræjum dauðra hvala í Garðsjónum.

Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, segir að auki hafi farið mikill tími og orka hjá starfsfólki Suðurnesjabæjar vegna hvalastrandsins en það hafi ekki verið reiknað inn í þann kostnað sem fallið hefur til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024