Grindavík ekki í beinni hættu gjósi norðvestan við Þorbjörn
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir orkuverið í Svartsengi í mikilli hættu ef það gýs á þessu svæði sem og Bláa lónið en hann segir Grindavík ekki í beinni hættu. Þetta kemur fram í viðtali við Magnús Tuma á mbl.is nú í hádeginu.
„Það er mikilvægt að átta sig á því að ef það gýs norðvestan við Þorbjörn þá rennur það hraun ekki inn í Grindavík. Það getur farið til sjávar vestan við Grindavík miðað við þá atburðarrás sem nú er í gangi. Ef þyrfti að gera varnargarð sem héldi hraunrennslinu frá Grindavík ætti að gefast tími til þess sömuleiðis. Sjálf Grindavík er ekki í beinni hættu.“