Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurvegur lokaður vegna umferðarslyss
Frá vettvangi umferðarslyssins í dag. VF-myndir: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Miðvikudagur 6. apríl 2022 kl. 16:06

Grindavíkurvegur lokaður vegna umferðarslyss

Grindavíkurvegur er lokaður vegna umferðarslyss. Harður árekstur varð á veginum á þriðja tímanum í dag þegar skullu saman fólksbifreið og flutningabíll.

Þrjár sjúkrabifreiðar og tækjabíll frá Brunavörnum Suðurnesja voru sendar á vettvang, auk fjölda lögreglubíla frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var á æfingu skammt frá, kom á vettvang og þyrlulæknir tók þátt í björgunaraðgerðum á slysstað. Einn var fluttur með þyrlunni á slysadeild.

Ekki liggur fyrir hversu alvarlegt slysið var eða hversu margir eru slasaðir en lögreglan er enn að störfum á vettvangi slyssins.

Meðfylgjandi myndir tók Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, blaðamaður og ljósmyndari Víkurfrétta í Grindavík, á vettvangi slyssins á Grindavíkurvegi í dag.