Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurvegur lokaður milli kl. 14 og 17
Laugardagur 18. október 2008 kl. 11:11

Grindavíkurvegur lokaður milli kl. 14 og 17



Grindavíkurvegi verður lokað á milli kl. 14 og 17 í dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Ástæðan er flutningur á mjöltanki eftir veginum en farið verður með tankinn að Seltjörn í dag. Framhaldið verður svo skoðað á morgun en til stendur að fara með tankinn út í Helguvík.

Mjöltankurinn er annar tveggja sem fluttir verða frá Grindavík til Helguvíkur. Þeir eru engin smásmíði og því mjög vandasamt að flytja þá. Eins og fréttir greindu frá á dögunum féll fyrri tankurinn af flutningavagninum en að lokum tókst að koma honum á áfangastað. Tankurinn vegar um 90 tonn og 27 metra langur. Undir flutningavagninum eru svo lítið sem 60 hjól.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024