Grindavíkurvegur lokaður frá Nesvegi

Grindavíkurvegur verður lokaður um óákveðin tíma frá Nesvegi að Bláalónsvegi en hægt er að aka hjáleið um Bláalónsveg. Rúta fór út af veginum í morgun en bílstjóri rútunnar var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur. Rútan rann út af í hálku en töluvert bratt er þar sem hún rann útaf. Það getur tekið allt að klukkustund að ná rútunni aftur upp á veg að sögn lögreglu.