Grindavíkurvegur áfram lokaður
Grindavíkurvegur verður áfram lokaður. Bráðbrigðaviðgerðum á sprungum er lokið en vegna viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu verður vegurinn áfram lokaður að beiðni lögreglu. En vegurinn er auk þess nokkuð laskaður þrátt fyrir viðgerðir. Ákvarðanir verða teknar í ljósi aðstæðna en staðan er metin jafnóðum. Unnið er af fullu við að hálkuverja hjáleiðir um Nesveg og Suðurstrandarveg.
Nýjustu upplýsingar á www.umferdin.is