Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurkirkja fær andlitslyftingu
Laugardagur 18. júlí 2009 kl. 12:45

Grindavíkurkirkja fær andlitslyftingu


Undanfarnar vikur hefur Grindavíkurkirkja fengið andlitslyftingu. Gert hefur verið við múrskemmdir og kirkjan máluð, aðallega í marmarahvítu. Þar sem áður var grænt hefur verið málað í gráu og hefur svipur kirkjunnar breyst nokkuð við það. Enn á eftir að klára kirkjuturninn og verður nokkur bið á því að það verði gert.
Að sögn Birnu Bjarnadóttur kirkjuvarðar er verið að gera við kirkjuklukkurnar þrjár sem Lions gaf á sínum tíma. Þyngsta klukkan, sem notuð er við útfarir, á það til að stoppa. Festingar eru ryðgaðar og verða þær sandblásnar og lagaðar. Um leið og kirkjuklukkurnar koma úr viðgerð verður lokið við að mála kirkjuturninn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024