Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurhöfn með næst mestar aflaheimildir allra hafna
Þriðjudagur 5. september 2017 kl. 08:00

Grindavíkurhöfn með næst mestar aflaheimildir allra hafna

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 og líkt og undanfarin ár fer umtalsverður hluti aflaheimilda til Grindavíkur. Grindavíkurhöfn tekur til sín 10,8% af þeim þorskígildum sem úthlutað er á þessu fiskveiðiári sem er hækkun frá liðnu ári um 0,2%, og er Reykjavík eina heimahöfnin með stærri hlutdeild, eða 12,3%. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.

Þá kemur einnig fram að Þorbjörn hf. er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi sé miðað við aflamark, með 5,5% af kvótanum. Vísir hf. er svo í 6. sæti með 4,2%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024