Grindavíkurhöfn lokuð vegna þoku í morgun
Hrafn Sveinbjarnarson, GK-255 kom til löndunar í Grindavíkurhöfn kl 09:35 í morgun. Svarta þoka var þegar hann kom að innsiglingunni um sex í morgun og um tíma var óvíst hvort skipið kæmist inn. Skyggnið var um tíma aðeins um 150 metrar en ytri og innri innsiglingin eru samanlagt, um 800 metrar svo ekki sást til innsiglingamerkja.
Skyndilega birti svo til og skyggnið varð nægilegt um stundarsakir, nægt til að hægt yrði að sigla inn. Við flestar hafnir væri hægt að raða baujum sitt hvorum megin við innsiglingarrennuna en í tilfelli Grindavíkurhafnar gengur það ekki upp vegna mikillar ölduæðar. Með tilkomu nýss varnagarðs myndi þetta breytast til batnaðar því þá myndast nægilegt skjól fyrir öldu þannig að baujurnar myndu haldast. Enn eitt dæmið um gagnsemi nýss öflugs brimvarnagarðs.