Grindavíkurhöfn fær innsiglingabauju í ytri rennu
Í langan tíma hefur engin bauja verið við endann á ytri innsiglingu Grindavíkurhafnar. Hafnasvið Vegagerðarinnar hefur fundið bauju sem er hönnuð til þess að vera á svæði þar sem er grunnt og mikil ölduhæð.
Hafnarstjórn Grindavíkurhafnar vill leita allra leiða við uppfylla ýtrustu kröfur um öryggi allra skipa á leið inn og út úr höfn í Grindavík. Hafnarstjórn hefur því óskað eftir viðauka allt að fjórum milljónum á fjárhagsáætlun 2019 til endurnýjunar á bauju við innsiglingu.
Bæjarráð Grindavíkur leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 að fjárhæð 4.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.