Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurhöfn fær 62 milljónir til framkvæmda
Þriðjudagur 9. október 2012 kl. 11:35

Grindavíkurhöfn fær 62 milljónir til framkvæmda

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar að fjárhæð 62..

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar að fjárhæð 62 milljónum króna til framkvæmda í höfninni. Annars vegar er um að ræða framkvæmdir við landfyllingu Suðurgarðs hafnarinnar en þar verður til verðmætt athafnasvæði sem skapar framtíðarmöguleika í hafsækinni þjónustu í Grindavíkurhöfn og fyrirtækjum í Grindavík s.s. aukna vöruflutninga, makríllandanir, frystitogaralandanir o.m.fl. Sjö milljónum króna verður varið í þessar framkvæmdir.

Hins vegar óskaði hafnarstjórn Grindavíkurhafnar eftir því að hafnarsjóður fengi 55 milljónir króna í viðbót við fjárhagsáætlun 2012 til að auka dýpi við Eyjabakka svo skuttogarar og stærri skip geti lagt að og farið frá bryggju með öruggari hætti. Það var einnig samþykkt af bæjarstjórn.

Fundargerð bæjarstjórnar Grindavíkur frá 8. okótber má sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024