Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurflóðið olli tjóni
Föstudagur 22. febrúar 2019 kl. 11:12

Grindavíkurflóðið olli tjóni

- sjáið myndskeið af flóðinu í fréttinni

 
Tjón varð í miklum sjávarflóðum í Grindavík í gærkvöldi. Skemmdir urðu á rafbúnaði, bauja slitnaði upp og sjór flæddi inn í þrjá bíla, svo eitthvað sé nefnt.
 
Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væru starfsmenn hafnarinnar og frá áhaldahúsi bæjarins að kanna ástand og aðstæður eftir flóðin í gærkvöldi.
 
Þrít bátar við Eyjabakka voru í tíma í hættu en flóðið í gærkvöldi hafði mest áhrif á Kvíabryggju og Eyjabakka. Stærstu fyllurnar sem komu inn í höfnina tóku með sér fiskikör alla leið inn á hátíðarsvæðið við Kvikuna. Flóðið var það mesta í áratugi.
 
Vitað er að sjór gekk á land bæði á Hópsnesi og í Bótinni en hafnarstjóranum var ekki kunnugt um ástandið t.d. golfvöllinn vestan við við Grindavík en þar liggur landið lágt.

Myndatökumaður Víkurfrétta tók upp myndskeiðið með fréttinni um kl. 20 í gærkvöldi en þá var mesta flóðhæðin yfirstaðin. 

 
Fiskikörum skolaði upp á hátíðarsvæði Sjóarans síkáta við Kvikuna.
 
 
 
Frá hafnarsvæðinu í Grindavík. Hér var allt á kafi í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024