Grindavíkurbátar gera það gott
Grindavíkurbátar raða sér efst á aflalista smábátanna á www.aflafrettir.com en aflabrögð hafa verið með ágætum upp á síðkastið. Geirfugl GK situr í efsta sæti listans í samantekt Gísla Reynissonar yfir aflabrögð í mars. Hann er kominn með 27, 3 tonn í fimm róðrum.
Helstu hástökkvarar á listanum eru Dúddi Gísla GK sem fór úr 43 sæti í það fimmta með hátt í 22 tonn í fjórum róðrum. Þá fór Hópsnes GK í úr 51. sæti í það sjöunda með 19,5 tonn eftir þrjá róðra og náði rúmum 10 tonnum í einni sjóferð.
Sjá nánar um aflabrögðin á www.aflafrettir.com