Grindavíkurbásinn verðlaunaður á Íslensku sjávarúvegssýningunni
Besti hóp- og landsvæðisbásinn
Grindavíkurbásinn fékk verðlaun sem besti hóp- og landsvæðisbásinn á Íslensku sjávarúvegssýningunni sem haldin er í Kópavogi um þessar mundir. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Grindavíkurhöfn og þau þjónustufyrirtæki sem standa saman að básnum. Sýningin opnaði í gær og var mikil aðsókn að Grindavíkurbásnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Grindavík tekur þátt í Íslensku sjávarúvegssýningunni með sameiginlegan bás.
Ellefu aðilar eru á básnum sem er stór og glæsilegur þar sem kynnt er framsækin hafnarstarfsemi í Grindavíkurhöfn og þjónustu við fiskiskip í fremstu röð. Kynningarbækling um fyrirtækin sem eru í básnum má sjá hér. Grindavík.is greinir frá.