Grindavíkurbær verður heilsueflandi samfélag
Nú á vordögum skrifaði Grindavíkurbær undir samning þess efnis að bæjarfélagið verði heilsueflandi samfélag. Það voru Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur og Birgir Jakobsson, þáverandi landlæknir, sem skrifuðu undir og handsöluðu samkomulag þess efnis. Grindavik.is greinir frá þessu. Reykjanesbær hefur tekið þátt í verkefninu frá því í fyrra en þar hefur verkefnið gengið vel og hefur Grindavík verið í undirbúning fyrir heilsueflandi samfélag frá því í fyrra.