Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær veitir Umhverfisverðlaunin 2004
Fimmtudagur 28. október 2004 kl. 15:32

Grindavíkurbær veitir Umhverfisverðlaunin 2004

Á dögunum voru Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar árið 2004 veitt.
Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri, ásamt Kristínu Guðmundsdóttur veittu eftirtöldum aðilum viðurkenningu:

Ómar D Ólafsson og Berglind Benónýsdóttir, Bjarmalandi, fyrir fallega endurnýjað gamalt hús og umhverfi þess.

Jenný Jónsson og Reynir Jóhannsson, Glæsivöllum 2, fengu viðurkenningu fyrir skemmtilega og fallega hönnun á lóð sem fellur vel að náttúrunni.

Árni V Þórólfsson og Ásta Fossádal, Borgarhrauni 21, fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegan og fallegan garð.

Svanhildur Káradóttir og Brynjar B Pétursson, Ásvöllum 9, fengu viðurkenningu fyrir fjölbreyttan og vel útfærðan garð.

Þorbjörn/Fiskanes h.f., Hafnargötu 12, fékk svo viðurkenningu fyrir glæsilegar endurbætur á húsnæði og snyrtilegt umhverfi. Páll Ingólfsson, skrifstofustjóri, veitti viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.

Umhverfisnefnd Grindavíkur skipa þau Kristín Guðmundsdóttir formaður, Pétur Vilbergsson og Páll Gíslason.
Myndir/Óskar Sævarsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024