Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær og grunnskólinn gera með sér Skólasamning
Miðvikudagur 16. mars 2011 kl. 12:15

Grindavíkurbær og grunnskólinn gera með sér Skólasamning

Grindavíkurbær og Grunnskóli Grindavíkur hafa í fyrsta skipti gert með sér svokallaðan Skólasamning. Í honum er kveðið á um rammafjárveitingar og fjárhagslega ábyrgð á skólastarfi í Grunnskóla Grindavíkur fyrir næsta skólaár. Markmið og ákvæði samningsins eru í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2011 og rammafjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með formlegum samningi milli bæjarstjórnar og skólastjórnenda um fjárveitingar og fjárhagslega ábyrgð í skólastarfinu er kveðið nánar á um skyldur beggja aðila, báðum aðilum til hagsbóta. Þar má nefna almennt kennslustundamagn, stjórnun, úthlutun til nemenda með sérþarfir, tíma til annarra starfa en kennslu, Skólasel, fjárhagslega ábyrgð og eftirlit og fleira. Vonir eru bundnar við að þessi samningur skili sér í enn markvissara og öflugra skólastarfi.

Mynd: Páll Leó Jónsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri skrifuðu undir samninginn. - www.grindavik.is