Grindavíkurbær og Carbon Recycling International skrifa undir samning samstarfssamning
Grindavíkurbær og Carbon Recycling International (CRI) skrifuðu í dag undir samstarfssamning um byggingu á sambyggðri jarðvarma- og eldsneytisverksmiðju að Eldvörpum við Grindavík.
CRI hefur þróað ferli og tækni til að vinna metanól úr útblæstri jarðvarmavirkjana og vetni með rafgreiningu. Metanól er afar hentugt íblöndunarefni í bensín fyrir óbreytta bíla sem nýta þá aðstöðu sem nú þegar er fyrir hendi. Framtíðarsýn fyrirtækisins er að framleiða eldsneyti á vistvænan hátt sem dregur jafnframt úr koltvísýringslosun og bindur um leið brennisteinsmengun.
Atvinnustefna Grindavíkurbæjar styður uppbyggingu umhverfisvænnar atvinnustarfsemi og sköpun hátæknistarfa innan áhrifasvæðis Grindavíkurbæjar. Grindavíkurbær vinnur eftir atvinnustefnu sinni með því að búa í haginn fyrir fyrirtæki með öflugri stoðþjónustu svo sem góðu vegakerfi og hafnarþjónustu, og/eða aðkomu með beinum eða óbeinum hætti í fjármögnun á verkefninu.
Fyrirhuguð verksmiðja mun framleiða allt að 100 milljón lítra af eldsneyti, mestmegnis til útflutnings og nýta til þess 50 MW af raforku frá sambyggðri jarðvarmavirkjun. Markmið þessara verksmiðju er að öll raforka verði framleidd í verksmiðjunni sjálfri og því ekki þörf fyrir raflínur frá annarri virkjun eða frá dreifikerfi. Einnig muni útblástur svo sem koltvísýringur (CO2) og brennisteinsvetni (H2S) verða endurnýtt og því ekki hleypt út í andrúmsloftið.
Grindavíkurbær og CRI munu sameiginlega hefja samningaviðræður við HS Orku, þar sem tiltekið verður afhending á orku, gufu, vatni ogkoltvísýringi (CO2).
CRI og Grindavíkurbær mun í sameiningu vinna að því að búa til allt að 100 bein og afleidd störf sem munu þjóna verksmiðjunni með einum eða öðrum hætti.
Mynd:
Frá undirritum samningsins í dag. Frá vinstri:
Andri Ottesen framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá CRI, K. C. Tran forstjóri CRI og Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.