Grindavíkurbær niðurgreiðir skólamáltíðir og mjólkin verður ókeypis
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að greiða niður matarkostnað grunnskólabarna í Grindavík þannig að hver máltíð kosti 230 kr. auk þess að veitt verði frí mjólk á tönkum í matsal. Gert er ráð fyrir að breyting taki gildi frá og með 1. janúar 2008.
Mun niðurgreiðsla á hverri máltíð nema um 150 kr. Í matsal skólans verður komið fyrir kælitönkum með mjólk og mun verða sjálfsafgreiðsla á kaldri mjólk skólabörnum að kostnaðarlausu.
Ljósmynd: Oddgeir Karlsson
Mun niðurgreiðsla á hverri máltíð nema um 150 kr. Í matsal skólans verður komið fyrir kælitönkum með mjólk og mun verða sjálfsafgreiðsla á kaldri mjólk skólabörnum að kostnaðarlausu.
Ljósmynd: Oddgeir Karlsson