Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær með afar sterka fjárhagsstöðu
Fimmtudagur 18. júlí 2013 kl. 11:36

Grindavíkurbær með afar sterka fjárhagsstöðu

Fjallað var um fjárhagsstöðu Grindavíkurbæjar á bæjarráðsfundi sem haldinn var í vikunni. Þar var fjallað um skýrslu frá greiningardeild Arion banka frá því í síðasta mánuði, Sveitarfélögin 2012.

Í skýrslunni er að finna samanburð á fjárhagslegum upplýsingum um 28 fjölmennustu sveitarfélaga landsins. Í skýrslunni kemur fram að fjárhagsleg staða Grindavíkurbæjar er mjög góð, sérstaklega eigna - og skuldastaða. Greiningardeild Arion banka metur fjárhagsstöðu Grindavíkurbæjar vera þá sterkustu af 28 fjölmennustu sveitarfélögunum á Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sama fundi var fjallað um samanburð Byggðastofnunar á fasteignagjöldum 27 sveitarfélaga. Sveitarfélögin eru þverskurður þéttbýlissveitarfélaga á Íslandi. Samanburðurinn byggir á vísitöluhúsi sem er einbýlishús, byggt 1975. Húsið er 161,1 m2 að stærð, 808 m2 lóð og staðsett í þéttbýli. Samanburðurinn leiðir í ljós að fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í Grindavíkurbæ eru þau sjöttu lægstu í hópi þessara 27 sveitarfélaga.