Grindavíkurbær kaupir húsnæði leikskóla af þrotabúi
Grindavíkurbær hefur náð samningum við þrotabú Nýsis ehf. og keypt húsnæði og allan búnað, inni og úti, sem tilheyrir leikskólanum Króki að Stamphólsvegi 1. Rekstur leikskólans verður áfram í höndum Skóla ehf. samkvæmt samningi og verður þjónustan á Króki því óbreytt. Þessi kaup á húsnæði leikskólans munu létta á rekstri bæjarins þar sem leigusamningur var bænum óhagstæður.