Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær íhugar kaup í lifrarsuðuverksmiðju
Föstudagur 11. september 2009 kl. 08:44

Grindavíkurbær íhugar kaup í lifrarsuðuverksmiðju


Grindavíkurbær verður hluthafi í nýrri lifrarsuðuverksmiðju, gangi hugmyndir þess efnis eftir. Á fundi bæjarstjórnar í fyrradag lá fyrir tillaga um að bæjarstjórn samþykkti kaup á hlutafé fyrir sjö milljónir króna í fyrirtækinu ICE W.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögði hins vegar fram breytingatillögu þar sem bent var á að samkvæmt nýjum reglum Grindavíkurbæjar eigi  atvinnu- og ferðamálanefnd að fjalla um og veita umsögn um aðkomu Grindavíkurbæjar að fyrirtækjum. Því skyldi samningnum vísað til nefndarinnar.

Samkvæmt annarri tillögu meirihlutans var samþykkt að vísa drögum að samningi við fyrirtækið  til umsagnar í atvinnu- og ferðamálanefnd og bæjarráði falin fullnaðarafgreiðsla á málinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024