Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær frystir úthlutun styrks til GG
Fimmtudagur 20. janúar 2011 kl. 10:59

Grindavíkurbær frystir úthlutun styrks til GG

- Kemur ekki í veg fyrir framkvæmdir

Grindavíkurbær hefur ákveðið að frysta úthlutun á styrk til Golfklúbbs Grindavíkur á árinu 2011 vegna stækkunar Húsatóftavallar í 18 holur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir kylfinga í Grindavík enda mun þetta hafa þau áhrif að hægjast mun á framkvæmdum hjá klúbbnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Framkvæmdir eru nú á lokastigi og er vonast til að hægt verði að leika völlinn sem 18 holur á 30 ára afmæli klúbbsins í haust. GG ætlar að leggja fram það fé og standa undir þeim kostnaði sem hlýst af framkvæmdunum á þessu ári og vonast klúbburinn til að styrkurinn frá Grindavíkurbæ skili sér í upphafi árs 2012.


Um 220 meðlimir eru nú í GG og hefur þeim fjölgað ört á undanförnum árum. Á síðasta ári tókst að brjóta 200 meðlima múrinn hefur takmarkið verið sett að fjölga meðlimum enn frekar.


Fjárhagsleg staða klúbbsins er mjög góð því skammtímaskuldir nema aðeins 3,7 milljónum en eigið fé klúbbsins er samtals 71 milljón króna. Klúbburinn og Grindavíkurbær gerðu samning árið 2008 þar sem klúbburinn fékk 51 milljón króna styrk til að fara í stækkun vallarins. GG fékk leyfi til nota hluta þeirrar fjárhæðar til að borga niður óhagstæð erlend lán. Einnig stendur til að klúbburinn færi sig í nýtt klúbbhús innan skamms og hefur stefnan verið sett á að taka í notkun nýtt klúbbhús á næsta ári þegar Húsatóftavöllur er orðinn 18 holur.

- Sjá nánar á kylfingur.is