Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 9. janúar 2002 kl. 16:35

Grindavíkurbær dæmdur til að greiða bætur til fyrrverandi tómstundafulltrúa Þrumunnar

Í morgun var Grindavíkurbær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða Stefáni Óskari Aðalsteinssyni, 475.195 krónur með dráttarvöxtum og 309.000 krónur í málskostnað.Samkvæmt málsskjölum var Stefán ráðinn sem kennari og tómstundafulltrúi hjá félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík frá 1. september 1999, og gilti ráðningin til 1. júní 2000, með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Stefáni var fyrirvaralaust sagt upp störfum 23. desember 1999 og honum borið að sök að hafa mætt slælega til vinnu. Hann undi ekki uppsögninni og fór í mál við Grindavíkurbæ sem hann vann í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024