Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavíkurbær brautryðjandi í stuðningi við foreldrafærni
Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingur og Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi en báðar starfa þær á félags- og skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar.
Miðvikudagur 14. janúar 2015 kl. 08:41

Grindavíkurbær brautryðjandi í stuðningi við foreldrafærni

Grindavíkurbær hefur markað sér þá stefnu að efla færni foreldra í uppeldi barna sinna og unnið að innleiðingu þeirrar stefnu undanfarin ár. Markmiðið er að bæta hegðun og samskipti barna og efla foreldra í hlutverki sínu. Gengið er út frá heildstæðri nálgun þannig að uppeldisáherslur skólanna og önnur þau verkfæri sem verið er að nota innan skólakerfisins vinni saman og þær aðferðir verði nýttar sem helst gagnast hverjum og einum nemanda og fjölskyldu hans. Frá þessu er greint á vefsíðu Grindavíkurbæjar. 
 
Verkefnið hefur hlotið nafnið Foreldrafærni og er viðbót við aðra þjónustu sem veitt er í leik- og grunnskólum bæjarins. Svo sem Uppbyggingarstefnuna, Rósemd og umhyggju, Uppeldi sem virkar og ART þjálfun.
 
Nánar um málið á vefsíðu Grindavíkurbæjar og í 4. tbl. Járngerðar. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024