Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grindavíkurbær ætlar að útrýma kynbundnum launamun
Grindavíkurbær er í 3. sæti á landsvísu hvað varðar grunnlaun en í 13. sæti þegar kemur að heildarlaunum út frá kynbundnum launamun.
Þriðjudagur 28. júní 2016 kl. 06:00

Grindavíkurbær ætlar að útrýma kynbundnum launamun

Kynbundinn launamunur hjá Grindavíkurbæ er 0,8 prósent af grunnlaunum en 4,7 prósent af heildarlaunum. Á vef Grindavíkurbæjar segir að undanfarið hafi verið fjallað um niðurstöður könnunar á kynbundnum launamun meðal félagsmanna BHM sem mælist 11,7 prósent. Í fréttaflutningi hafi verið vísað til þess að önnur sveitarfélög en Reykjavík standi sig ekki þegar kemur að því að minnka og útrýma kynbundnum launamun. Grindavíkurbær telur þá fullyrðingu ekki eiga við um starfsemi sína. Á landsvísu er Grindavík í 3. sæti af 49 hvað varðar grunnlaun, en í 13. sæti hvað varðar heildarlaun.

Í framkvæmdaáætlun Jafnréttisstefnu Grindavíkurbæjar er kveðið á um að unnin sé jafnlaunaúttekt hjá Grindavíkurbæ annað hvert ár. Slík könnun fór fram í fyrsta skipti vegna ársins 2015 og voru niðurstöður lagðar fyrir bæjarstjórn í vor. Könnunin var unnin í samstarfi við PwC og byggði á stöðluðum vinnubrögðum félagsins. Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að draga úr óútskýrðum launamun, m.a. með breytingum á akstursgreiðslum og yfirvinnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á vef Grindavíkurbæjar segir jafnframt að telja megi sennilegt að munurinn sem enn stendur eftir skýrist helst af arfleið fortíðar; gömlum samningum sem smám saman hverfa úr kerfinu með nýjum og breyttum áherslum í launamálum kynjanna. Stefna Grindavíkurbæjar er að útrýma launamun kynjanna, enda réttlætismál að greidd séu sömu laun fyrir sömu vinnu og hæfni.

Samkvæmt framkvæmdaáætlun Jafnréttisstefnu Grindavíkurbæjar fer næsta könnun fram 2017.