Grindavík: Vilja að Bandaríkjamenn skili landsvæði
Bæjarráð Grindavíkur gagnrýnir það harðlega að íslenskt hlutafélag í eigu ríkisins skuli fara framhjá bæjaryfirvöldum í Grindavík með því að setja upp fjarskiptasenda í skjóli þess að um varnarsvæði sé að ræða. Flugstoðir ohf lét nýlega koma fyrir sendibúnaði í möstur á varnarsvæðinu í Grindavík.
Þessi gagnrýni kemur fram í nýrri bókun bæjarráðs Grindavíkur. Þar segir að nú þegar sé varnarsvæðið farið að hamla uppbyggingu í Grindavík. Bæjarráð bendir á að þetta svæði sé ákjósanlegt sem íbúðabyggð og leggur áherslu á að íslenska ríkið hlutist til um að Bandaríkin skili þessu landsvæði.
Mynd: Grindavík, Þorbjörninn í fjarska og svæðið sem um ræðir undir hlíðum hans.
Þessi gagnrýni kemur fram í nýrri bókun bæjarráðs Grindavíkur. Þar segir að nú þegar sé varnarsvæðið farið að hamla uppbyggingu í Grindavík. Bæjarráð bendir á að þetta svæði sé ákjósanlegt sem íbúðabyggð og leggur áherslu á að íslenska ríkið hlutist til um að Bandaríkin skili þessu landsvæði.
Mynd: Grindavík, Þorbjörninn í fjarska og svæðið sem um ræðir undir hlíðum hans.