Grindavík: VG styður ekki meirihlutann - Óska eftir viðræðum við D og S lista
Bæjarfulltrúar Vinstri Grænna hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að þeir styðja ekki lengur meirihluta Framsóknarflokks og Samfylkingar í Bæjarstjórn Grindavíkur. Þess í stað hafa þeir óskað eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu um meirihlutasamstarf. Tilkynning Vinstri grænna um samstarfsslitin er eftirfarandi:
„Í ljósi þess að bæjarfulltrúar B-lista hafa hugsað sér það fyrirkomulag að hafa engan bæjarstjóra starfandi til vors (eða þrjá) geta bæjarfulltrúar Vinstri grænna í bæjarstjórn Grindavíkur ekki stutt núverandi meirihluta B- og S-lista. Grindavíkurbær þarf á styrkri hönd við stýrið til að takast á við þau mörgu mikilvægu mál sem framundan eru. Með von um jákvætt og gott samstarf með bæjarstjóra við stýrið.
Björn Haraldsson og Garðar Páll Vignisson."
Þá hafa Vinstri græni sent eftirfarandi bréf til Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar:
„Þar sem bæjarfulltrúar Vinstri grænna geta ekki stutt núverandi meirihlutasamstarf B- og S-lista óskum við eftir viðræðum við D- og S- lista um samstarf með það að leiðarljósi að hafa bæjarstjóra í fullu starfi starfandi til vors auk þess að vinna að framgangi góðra mála.
Björn Haraldsson og Garðar Páll Vignisson."