Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 14. september 2001 kl. 09:59

Grindavík verður fegurri með hverju árinu

Umhverfisnefnd Grindavíkur veitti nýverið eigendum þriggja húsgarða og eins fyrirtækis viðurkenningar fyrir fegrun umhverfisins.
Nefndarmennirnir Berta Grétarsdóttir, Páll Gíslason og Hjörtfríður Jónsdóttir, ásamt Einari
Njálssyni bæjarstjóra, báru lof á verðlaunahafana á fundi sem haldinn var í tilefni þessa og nefndu jafnframt að Grindavík er í stöðugri framför hvað þetta varðar. Verk verðlaunahafanna eru jafn ólík og þau eru mörg. Þessi hlutu viðurkenningar: Guðgeir Helgason og Þórey Gunnþórsdóttir Borgarhrauni 17, Hermann Guðmundsson og Guðný Guðmundsdóttir Heiðarhrauni 1, Jóhann Guðfinnsson og Jórunn Jórmundsdóttir Glæsivöllum 6 og Stefán Guðbergsson og Kristín Sigurjónsdóttir sem reka Olíufélagið Esso Víkurbraut 31.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024