Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík: Tilkynning frá meirihluta vegna bæjarstjóra
Laugardagur 29. ágúst 2009 kl. 10:11

Grindavík: Tilkynning frá meirihluta vegna bæjarstjóra


Meirihluti B, S og V lista í Grindavík hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af ráðningu bæjarstjóra, Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur, í embætti sóknarprests við Kolfreyjustaðarprestakall í Austfjarðarprófastsdæmi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningunni segir að Jóna Kristín muni sinna störfum bæjarstjóra næstu tvo til þrjá mánuðina. Á næstu vikum verði skýrt frá því hvernig farið verði með yfirstjórn á bænum þá mánuði sem eftir eru af kjörtímabilinu.

„Meirihlutinn hefur staðið þétt saman í veigamiklum hagsmunamálum fyrir Grindavík, er snúa að Hitaveitunni og landakaupum, og mun einbeita sér að því að leiða þau mál til lyktar til farsældar fyrir framtíð Grindvíkinga," segir í tilkynningunni.