Grindavík: Staða tómstundafulltrúa lögð niður
Staða tómstundafulltrúa Grindavíkurbæjar var lögð niður á síðasta fundi bæjarstjórnar og bæjarstjóra falið að segja núverandi fulltrúa upp störfum.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þessi ráðstöfun væri hluti af heildstæðri endurskipulagningu
„Það hafa staðið til skipulagsbreytingar frá því að við hófum samstarfið og við erum nú að skoða stjórnsýslu og nefndir bæjarins heildstætt.“
Aðspurð hvenær sú vinna gæti klárast sagði Jóna Kristín að þar sem sumarfrí væru nú að skella á væri ekki að vænta endanlegrar niðurstöðu fyrr en með haustinu. Hún bjóst við að fráfarandi fulltrúi myndi sinna störfum út sinn uppsagnarfrest og eftir það ætti nýtt fyrirkomulag tómstundarmála að liggja fyrir.
VF-mynd/Þorsteinn Gunnar