Grindavík: Skólastjóri komi með tillögur til úrbóta
Bæjarráð Grindavíkur hefur falið skólastjóra að kanna til fullnustu álag á starfsfólk innan grunnskólans og koma með tillögur til úrbóta, samkvæmt samþykkt frá síðasta fundi nú fyrir páska. Lögð er áhersla á að skólastjóri hafi samráð við fræðslu- og uppeldisnefnd við úrvinnslu málsins. Eins og VF hafa greint frá er stöðugt álag vegna manneklu og mikil starfsmannavelta farin að segja til sín í grunnskólanum og hafa sjö af níu stuðningsfulltrúum sagt upp störfum.
Kennararáð grunnskólans sendi bæjarráði bréf fyrir nokkru, þar sem það lýsti áhyggjum yfir því að nýlegar samþykktar breytingar á starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar hefði ekki þau áhrif sem til væri ætlast.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson