Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík sigraði Útsvar
Föstudagur 27. apríl 2012 kl. 23:20

Grindavík sigraði Útsvar



Lið Grindavíkur sigraði lið Fljótsdalshéraðs í úrslitaþættinum í Útsvari í kvöld. Leikar fóru þannig að Grindavík var með 72 stig á móti 55 stigum Fljótsdælinga en úrslitin réðust í síðasta lið keppninnar.

Lið Grinavíkur var skipaði þeim Agnari Steinarssyni, Margréti Pálsdóttur og Daníel Pálmasyni. Þau fylgja eftir og innsigla sigurviku Suðurnesjamanna því tveir grunnskólar úr Reykjanesbæ voru efstir í Skólahreysti sem lauk í gærkvöldi og var einnig í beinni útsendingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar voru yfir allan tímann í kvöld, en fyrir lokakaflann munaði aðein sex stigum en sigurinn var innsiglaður í lokin. Ómarsbjallan er því komin til Grindavíkur í fyrsta sinn.

Liðsmenn Grindavíkur sögðu við stjórnendur keppninar, þau Brynju og Sigmar að þau hefði alls ekki átt von á því að sigra. Grindvíkingar færðu Austfirðingum góðar gjafir en þeir fengu glæsilegar gjafar á móti, m.a. ferð fyrir keppendur Grindavíkur og maka austur með hóteli og öllum pakkanum, eins og sagt er.

Grindavíkurliðið fékk 300 þúsund króna sigurlaun frá RÚV og tilkynnti það að upphæðin færi til Bláliljusjóðs Kvenfélags Grindavíkur sem styrkir fatlaða einstaklinga í Grindavík til kaupa á hjálpartækjum.

Víkurfréttir voru í sjónvarpssal í kvöld og smelltu meðfylgjandi myndum. VF-myndir/Páll Ketilsson.

-

-