Grindavík sigraði í blálokin
Æsispennandi keppni í Útsvari
Grindavíkurbær sigraði lið Vestmannaeyja í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari sem fram fór í Sjónvarpinu í gær. Lokatölur voru 65-64 en Grindavík tryggði sér sigurinn með því að svara 15 stiga spurningu í blálokin um grísk-rómverska glímu. Rétta svarið var Búlgaría og fagnaði Grindavík sigri en keppni var æsispennandi frá upphafi.
Agnar Steinarsson, Ragnheiður G. Eyjólfsdóttir og Siggeir Fannar Ævarsson skipuðu lið Grindavíkur.