Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grindavík sigraði í blálokin
Laugardagur 12. október 2013 kl. 10:34

Grindavík sigraði í blálokin

Æsispennandi keppni í Útsvari

Grindavíkurbær sigraði lið Vestmannaeyja í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari sem fram fór í Sjónvarpinu í gær. Lokatölur voru 65-64 en Grindavík tryggði sér sigurinn með því að svara 15 stiga spurningu í blálokin um grísk-rómverska glímu. Rétta svarið var Búlgaría og fagnaði Grindavík sigri en keppni var æsispennandi frá upphafi.

Agnar Steinarsson, Ragnheiður G. Eyjólfsdóttir og Siggeir Fannar Ævarsson skipuðu lið Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024