Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík sækir um aðild að European Geoparks Networks fyrir árslok 2012
Sunnudagur 6. nóvember 2011 kl. 15:16

Grindavík sækir um aðild að European Geoparks Networks fyrir árslok 2012

Grindavíkurbær mun sækja um aðild að European Geoparks Networks fyrir lok árs 2012. Vísað er til reynslu sunnlendinga af stofnun KötluGeopark sem fengu vottun nýverið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Samningur um þróun Eldfjallagarðs var til umræðu á síðasta bæjarráðsfundi í Grindavík þar sem lagt var fram minnisblað upplýsinga- og þróunarfulltrúa um Eldfjallagarð (e: GeoPark). Í minnisblaðinu er lagt til að sótt verði um aðild að European Geoparks Networks fyrir lok árs 2012.


Bæjarráð Grindavíkur hefur falið upplýsinga- og þróunarfulltrúa að vinna verkefnið áfram og koma á undirbúningshópi með fulltrúum helstu hagsmunaaðila, þ.m.t. fulltrúum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum.